Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu leyfis ORF Líftækni hf. fyrir útiræktun á erfðabreyttum byggplöntum á landi að Klauf í Eyjafjarðarsveit.

Nánari upplýsingar um starfsemina og málsmeðferð leyfisins má finna í greinargerð með leyfinu. Meðfylgjandi má einnig sjá vöktunaráætlun og viðbragðsáætlun til verndar heilsu manna og umhverfinu utan rannsóknarsvæðisins. 

Leyfið er gefið út í samræmi við ákvæði laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur, reglugerðar nr. 728/2011 um sleppingu og dreifingu eða markaðssetningu erfðabreyttra lífvera. Leyfið hefur þegar tekið gildi og gildir til 1. nóvember 2030 en síðasta tímabil ræktunar og uppskeru erfðabreytts byggs er árið 2028. Eftirlit með svæðinu er í tvö ár eftir síðustu sáningu.

Ákvörðun Umhverfisstofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar stofnunarinnar skv. 29. gr. laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Tengd skjöl
Leyfi ORF Líftækni hf. Klauf
Umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands
Umsögn ráðgjafanefndar um erfðabreyttar lífverur
Mat á umhverfisáhættu
Ræktunarsvæði
Vöktunaráætlun
Viðbragðsáætlun