Stök frétt

Mynd: Daniel F. Jonsson

Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra friðlýsti á dögunum Fjaðrárgljúfur sem náttúruvætti. Friðlýsingin nær til þess hluta gljúfursins sem er í landi Heiðar, austan Fjaðrár og er um 0,15 ferkílómetrar að flatarmáli. Gljúfrið hefur verið þekkt og vinsæll viðkomustaður ferðamanna um árabil en landverðir Umhverfisstofnunar og Vatnajökulsþjóðgarðs hafa komið að vernd svæðisins vegna þess mikla álags sem þar hefur verið. Það er vona allra sem að standa að með formlegri vernd svæðisins náist nú betri stýring á umferð um svæðið náttúrunni til heilla.


Umhverfisstofnun undirbjó friðlýsinguna í samstarfi við Skaftárhrepp og landeigendur á Heiði.

Nánari upplýsingar um friðlýsta svæðið er að finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar

Samhliða vinnu við friðlýsingu náttúruvættisins hefur stjórnunar- og verndaráætlun verið undirbúin og verður hún auglýst til kynningar í framhaldi af friðlýsingu gljúfursins.