Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur úthlutað styrkjum til verkefna sem felast í hreinsun á strandlengju Íslands.

Það bárust 5 umsóknir um styrki. Heildarstyrkupphæð er 30 milljónir króna. 

Eftirtaldir aðilar hlutu styrk: 

Umsækjandi    Styrkur 2023  
 Göngufélag Suðurfjarðar    1.000.000
 Blái herinn    4.600.000 
 Ocean Missions      6.700.000 
 SEEDS   6.900.000
 Veraldarvinir 10.800.000 

Styrkirnir eru veittir á grundvelli aðgerðar 17 í aðgerðaráætlun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í plastmálefnum Úr viðjum plastsins

Tilgangurinn með styrkveitingunum er að strandlengja Íslands verði hreinsuð með skipulegum hætti, hreinsuðum ströndum verði haldið við, að efla vitundarvakningu hjá almenningi um mikilvægi strandhreinsana og virkja áhugasama aðila til þátttöku í átaki um hreinsun strandlengjunnar.

Nánari upplýsingar: www.strandhreinsun.is