Stök frétt

Í dag laugardag mun island.is skipta um lykil í stafrænni innskráningu, með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.

Þetta þýðir að allir aðilar sem nýta sér þessa innskráningarmöguleika þurfa að uppfæra lykla sín megin. Umhverfisstofnun hefur uppfært innskráninguna fyrir Gagnagáttina og veiðimenn, en það þýðir að núna á milli 13 og 15 í dag virkar innskráning ekki. Breytingin tekur gildi klukkan 15 og þá verður innskráningin í lagi.

Þjónustugáttin, sem hefur að geyma umsóknir um ýmis leyfi, hefur ekki verið uppfærð og því verður ekki hægt að skrá sig inn þar fyrr en seinna þegar þjónustuaðili hefur skipt um innskráningu þar.

Uppfært: Klukkan 18 var innskráning á þjónustugátt uppfærð  - þjónusturofi er því lokið.