Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Mynd: Þorleifur Geirsson

Umhverfisstofnun auglýsir nú tillögu að friðlýsingu Borgarvogs í Borgarbyggð. Opinn kynningarfundur um tillöguna verður haldinn í Hjálmakletti í Menntaskóla Borgarfjarðar, fimmtudaginn 24. júní nk. kl. 20:00.

Eva B. Sólan og Þórhildur Kristinsdóttir munu flytja erindi þar sem fjallað verður um allt sem tengist fyrirhugaðri friðlýsingu, t.d. friðlýsingarferlið sjálft, vinnu samstarfshópsins, svæðið og verndargildi þess ásamt mögulegum áhrifum friðlýsingar.

Í kjölfar erindisins verður tekið á móti spurningum úr sal.

Fundurinn er opinn öllum og við hlökkum til að sjá sem flesta.