Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt


Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að breytingu á starfsleyfi Fiskeldis Austfjarða hf. í Berufirði.
Um er ræða breytingar á grein 1.2 sem snýr að annars vegar að breytingu á svæðum og hins vegar gr. 3.2 um styttingu hvíldartíma. Allar breytingar eru skilgreindar með hornklofa í leyfistillögunni.

Athugasemdir við breytingarnar skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun (ust@ust.is). Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 29. júní 2021. Umsagnir verða birtar við útgáfu leyfis nema annars sé óskað.
Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl:
Tillaga að breytingu á starfsleyfi Fiskeldis Austfjarða hf. Berufirði
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu
Vöktunaráætlun