Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Benchmark Genetics Iceland hf. (áður Stofnfiskur hf.). Um er að ræða landeldi í Seljavogi, Höfnum, þar sem hámarks lífmassi á hverjum tíma má ekki fara yfir 2.8 tonn.

Að mati Umhverfisstofnunar munu helstu áhrif vera í formi aukins magns næringarefna bæði á föstu formi og uppleystu sem munu verða losuð í viðtakann. Áætluð losun næringarefna verður undir þeim mörkum sem almennt er miðað við varðandi losun í sjó. Í starfsleyfi eru ákvæði þar sem hægt er að gera aukna kröfu um hreinsun fari rekstaraðili yfir þau mörk sem sett hafa verið í leyfið.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun (ust@ust.is) merkt UST202002-132, athugasemdir verða birtar við útgáfu nema annars sé óskað.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 16. júní 2021. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl:
Umsókn um starfsleyfi
Tillaga að starfsleyfi BGI hf. í Seljavogi
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu BGI hf. í Seljavogi