Stök frétt

Mynd: Daníel Freyr Jónsson

Frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli hefur Umhverfisstofnun verið í reglulegum samskiptum við Almannavarnir og landeigendur vegna aðgengismála við eldstöðvarnar. Engin skilgreindur vegur liggur að svæðinu og fellur akstur á svæðinu því undir 31. grein náttúruverndarlaga nr. 60/2013 um akstur utan vega. Ein akfær leið er inn að gosstöðvunum og hefur umferð um þá leið einskorðast við viðbragðsaðila, vísindafólk og fjölmiðla.

 

Umhverfisstofnun hefur heimild til að veita undanþágu frá banni við akstri utan vega vegna sérstakra aðstæðna, t.d. fötlunar, skv. 4. málsgrein 31. greinar náttúruverndarlaga. Ekkert gjald er tekið fyrir slíkar umsóknir. Eftir samráð við Almannavarnir og landeigendur hefur Umhverfisstofnun ákveðið að veita ekki umræddar undanþágur vegna aksturs að gosstöðvunum að svo stöddu. Leiðin er notuð af viðbragðsaðilum og þolir umferðina illa. Svæði liggur undir töluverðum skemmdum. Í ljósi þessararar stöðu er verið að skoða framtíðarmöguleika og nýjar leiðir til að komast að gosstöðvunum. Ef aðstæður breytast á svæðinu og hægt verður að skoða möguleika á að veita undanþágur verður send út tilkynning þar af lútandi.

  

Vegna kvikmyndatöku og leyfa til aksturs utan vega á grundvelli 2. málsgreinar náttúruverndarlaga er umsækjendum bent á þjónustugátt Umhverfisstofnunar. Sýna þarf fram á ekki sé unnt að vinna viðkomandi störf með öðrum hætti áður en leyfi er veitt. Umhverfisstofnun áskilur sér allt að 15 daga til að afgreiða umsóknir. Athygli er vakin á því að gjald er tekið fyrir afgreiðslu umsókna.