Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið og gefið út leiðbeiningar fyrir fiskeldisstöðvar um hreinsun á eldisvatni og endurnýtingu á lífrænu fastefni úr eldinu.

Urðun lífbrjótanlegs úrgangs frá fiskeldisstöðvum á landi veldur aukinni metanmyndun og losun frá urðunarstöðum. Til að sporna við þessu er endurnýting efnisins betri fyrir umhverfið.

Leiðbeiningarnar verða uppfærðar eftir þörfum en þær eru hugsaðar fyrir rekstraraðila fiskeldisstöðva til útskýringa á kröfum um hreinsun á eldisvatni og leiðum til endurnýtingar á því fastefni sem síast úr eldisvatninu. Fastefnið er samansett úr fiskaskít og fóðurleifum og er uppistaða þess köfnunarefni (N) og fosfór (P) og því er áburðargildi þess talsvert. Þess vegna skal endurnýta allt fastefni frá fiskeldi eins og kostur er.

Tekið skal fram að þessar leiðbeiningar ná ekki til endurnýtingar á dauðfiski úr fiskeldi.

Umhverfisstofnun vann leiðbeiningarnar í samráði við Matvælastofnun sem hefur yfirumsjón með meðhöndlun sóttmengaðs skíts svo nota megi sem áburð og einnig varúðarmeðferð til að tryggja öryggi lífræns efnis í endurnýtingu.

Leiðbeiningaskjal fráveitu- og fastefnismeðhöndlun fiskeldisstöðva á landi