Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun boðar til opins kynningarfundar um niðurstöður eftirlits Umhverfisstofnunar og umhverfisvöktunar hjá PCC BakkiSilicon hf, miðvikudaginn 2. október nk. kl. 16.30. Fundurinn verður haldinn í sal Framsýnar að Garðarsbraut 26, Húsavík

Dagskrá

-Halla Einarsdóttir frá Umhverfisstofnun kynnir eftirlit Umhverfisstofnunar

-Einar Halldórsson frá Umhverfisstofnun kynnir niðurstöður úr eftirliti með PCC á Bakka

-Eva Yngvadóttir frá Eflu kynnir niðurstöður umhverfisvöktunar

-Rúnar Sigurpálsson forstjóri PCC BakkiSilicon mun fjalla um stöðu rekstrar á Bakka

Umræður verða að loknum framsöguerindum

Fundurinn er öllum opinn og eru íbúar og nærsveitamenn hvattir til að mæta