Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Eitt ár er liðið síðan teljari var settur upp við Grábrók. Niðurstaða mælinga er að Grábrók sé mjög vinsæll viðkomustaður en alls gengu 75.185 gestir á Grábrók samkvæmt teljaranum á árinu, 6. nóvember 2017 til 6. nóvember 2018.

Á vef Umhverfisstofnunar eru ýmsar upplýsingar um náttúrufyrirbærið en þar segir m.a. að Grábrókargígar hafi fyrst verið friðlýstir sem náttúruvætti árið 1962 en friðlýsingunni hafi verið breytt árið 1975. Gígarnir séu alls þrír. Litla-Grábrók hafi horfið að mestu við framkvæmdir en Stóra-Grábrók rísi fagurformuð fast við þjóðveginn. Þriðji gígurinn er vestar og heitir Grábrókarfell. Gígarnir tilheyra eldstöðvakerfi sem teygir sig langt vestur á Snæfellsnes. Hraun úr gígunum þekur stóran hluta Norðurárdals. Gangandi fólki er heimil för um hið friðlýsta svæði, enda sé merktum slóðum fylgt og snyrtimennsku gætt í hvívetna. Göngustígurinn upp Grábrók er með manngerðum þrepum.

Jón Björnsson hjá Umhverfisstofnun segir að aldrei áður hafi talning með rafrænum hætti verið framkvæmd við Grábrók. Greinilega sé mikil umferð á svæðinu en niðurstaðan sé í takt við hans tilfinningu áðu en mælingin fór fram.