Stök frétt

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur bætt við einni helgi á komandi veiðitímabili. Leyfðir veiðidagar á þessu veiðitímabil verða því 15 í stað 12 og eru eftirfarandi:

  • föstudaginn 26. október, laugardaginn 27. október og sunnudaginn 28. október,
  • föstudaginn 2. nóvember, laugardaginn 3. nóvember og sunnudaginn 4. nóvember,
  • föstudaginn 9. nóvember, laugardaginn 10. nóvember og sunnudaginn 11. nóvember,
  • föstudaginn 16. nóvember, laugardaginn 17. nóvember og sunnudaginn 18. nóvember.
  • föstudaginn 23. nóvember, laugardaginn 24. nóvember og sunnudaginn 25. nóvember.

Eins og áður hvetur Umhverfisstofnun veiðimenn til að gæta hófs við veiðar eins og langflestir hafa gert hingað til. Veiðimenn eru einnig hvattir til góðrar umgengni um veiðslóð og eru beðnir um að hirða tóm skothylki eftir sig og aðra.

Mikilvægt er að fylgjast með veðri og gera ferðaáætlun sem allir veiðifélagar vita af og líka þeir sem heima sitja. Þannig er hægt að kalla á hjálp ef veiðimaður skilar sér ekki á tilsettum tíma. Áttaviti og GPS tæki ættu undantekningarlaust að vera með í för auk GSM síma.

 

Sjá tilkynningu frá ráðuneyti hér: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2018/10/25/Fyrirkomulag-rjupnaveida-2018/

 

  • Sjá tilkynningu frá ráðuneyti hér.
  • Sjá tilkynningu frá ráðuneyti hér.