Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Laugardaginn 6. október, í gestastofu Snæfellsjökulsþjóðgarðs á Malarrifi 

Kynnt verða tvö evrópuverkefni sem unnið er að í tengslum við menningarminjar á Snæfellsnesi sem og niðurstöður nýlegra fornleifarannsókna í Þjóðgarðinum. Að því loknu verður farið í stutta gönguferð með leiðsögn ef veður leyfir.
Dagskráin hefst kl. 13 og er áætlað að henni ljúki ekki seinna en kl. 16.
Viðburðurinn er hluti af dagskrá Evrópska menningarminjaársins 2018 og er haldinn af Minjastofnun Íslands í samstarfi við Þjóðgarðinn Snæfellsjökul.

Dagskrá laugardaginn 6. október
13:00 Móttaka á Malarrifi
13:10 Aðlögun minjavörslu á norðurslóðum að loftlagsbreytingum
Guðmundur Stefán Sigurðarson, minjavörður og verkefnisstjóri hjá Minjastofnun Íslands
13:30 Samvinna um náttúru og menningararf og sjálfbæra ferðaþjónustu á norðurslóðum
Ragnhildur Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins Snæfellsnes
13:50 Þjóðgarður og minjavernd
Jón Björnsson Þjóðgarðsvörður Snæfellsjökulsþjóðgarðs
14:10 Hlé
14:20 Strandminjar og fornleifar á grunnsævi
Dr. Ragnar Edvardsson fornleifafræðingur hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Vestfjörðum
14:50 Niðurstöður fornleifarannsókna á Arnarstapa 2016 og 2017
Jakob Orri Jónsson doktorsnemi í fornleifafræði við Háskóla Íslands
Gönguferð með leiðsögn um uppgraftarsvæðið á Arnarstapa ef veður leyfir.
Lagt af stað frá Malarrifi 15:30