Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Undanfarið hafa fulltrúar Umhverfisstofnunar, landeigenda, umsjónaraðila svæðis og sveitarfélags unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir náttúruvættið Skógafoss. Tillaga að áætluninni er hér með lögð fram til kynningar.
 
Árið 1987 var Skógafoss, og umhverfi hans, friðlýstur sem náttúruvætti. Aðaleinkenni náttúruvættisins er fegurð og kraftur Skógafoss og annarra fossa í Skógaá og er markmið friðlýsingarinnar að vernda lífríki og jarðminjar svæðisins. 
 
Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir náttúruvættið Skógafoss er ætlað að vera stefnumótandi skjal, unnið í samvinnu við sveitarfélag og landeigendur og er hugsað sem stjórntæki til að móta framtíðarsýn svæðisins. Markmiðið með gerð hennar er að leggja fram stefnu um verndun náttúruvættisins og hvernig viðhalda skuli verndargildi svæðisins þannig að sem mest sátt ríki um.
 
Hér að neðan má sjá stjórnunar- og verndaráætlun fyrir náttúruvættið Skógafoss auk auglýsingar um friðlýsingu svæðisins sem gerð var árið 1987.
 
Frestur til að skila inn ábendingum og athugasemdum varðandi tillöguna er til og með 19. júlí 2018. Hægt er að skila inn athugasemdum á heimasíðu Umhverfisstofnunar, með því að senda tölvupóst til stofnunarinnar, ust@ust.is, eða senda póst til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. 
 
Nánari upplýsingar veita Guðbjörg Gunnarsdóttir, gudbjorg@umhverfisstofnun.is og Hákon Ásgeirsson, hakon.asgeirsson@umhverfisstofnun.is eða í síma 591-2000. 

Tengd skjöl: