Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun gaf nýlega út ný starfsleyfi fyrir olíubirgðastöðvar Olíudreifingar ehf. á eftirfarandi stöðum:

Grundarfirði, Ólafsvík, Patreksfirði, Húsavík, Þórshöfn, Vopnafirði, Seyðisfirði, Höfn í Hornafirði, Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn.

Starfsleyfistillögur Umhverfisstofnunar fyrir Olíudreifingu ehf. voru auglýstar opinberlega á tímabilinu 21. desember 2017 til 19. janúar 2018 og gefinn kostur á skriflegum athugasemdum við starfsleyfistillögu. Engin athugasemd barst um tillögurnar á auglýsingatíma.

Við útgáfu starfsleyfisins tók Umhverfisstofnun ákvörðun um lítilsháttar breytingar frá auglýstum texta starfsleyfistillögu. Ákveðið var að tilgreina nánar umfang á móttöku úrgangsolíu til samræmis við umfangsákvæði annarra starfsleyfa stofnunarinnar. Þá var gerð breyting á orðalagi greinar 1.5 til að skýra kröfur nánar og felld var niður ónákvæm tilvitnum í reglugerð. Augljósar villur voru einnig leiðréttar.

Starfsleyfin öðlast þegar gildi. Fyrir olíubirgðastöðvarnar á Húsavík, Seyðisfirði og Höfn í Hornafirði voru gefin út starfsleyfi sem gilda til 31. janúar 2022. Í öllum öðrum tilfellum voru gefin út starfsleyfi sem gilda til 31. janúar 2034. Það sem ræður gildistímanum er það hvort deiliskipulag er til fyrir stöðvarnar enda er ekki heimilt að gefa út starfsleyfi til meira en fjögurra ár ef stöðvarnar eru ekki á deiliskipulagi.

Auglýsing þessi er birt á fréttavefsvæði Umhverfisstofnunar en auk þess í sérstökum dálk fyrir opinberar birtingar á starfsleyfum sem stofnunin gefur út.

Tengd skjöl