Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Borið hefur á auglýsingum um svarta atvinnustarfsemi á vef- og samfélagsmiðlum.

Umhverfisstofnun biður neytendur að vera á varðbergi gagnvart slíku.

Ef þjónusta er sótt til snyrtistofu, til dæmis naglaásetning, er ekki unnt að tryggja að kröfur um aðbúnað, hreinlæti og sóttvarnir séu uppfylltar ef ekki hefur verið sótt um starfsleyfi.

Samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum, falla m.a. rakarastofur, hárgreiðslustofur, nuddstofur og aðrar snyrtistofur s.s. naglaásetningarstofur, einnig stofur þar sem fram fer húðgötun, húðflúr og húðrof, undir ákvæði laganna.

Allur atvinnurekstur sem fellur undir starfsemi snyrtistofa skal hafa gilt starfsleyfi frá heilbrigðisnefnd. Er með öllu óheimilt að hefja starfsleyfisskyldan rekstur áður en starfsleyfi hefur verið gefið út.

Brot gegn ákvæðum þessara laga varða sektum hvort sem þau eru framin af ásetningi eða gáleysi. Sé um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot að ræða skulu þau að auki varða fangelsi.

(Mynd: Wikipedia)