Stök frétt

Ársfundur Umhverfisstofnunar fer fram föstudaginn 12. maí næstkomandi á Grand Hótel, Reykjavík. Yfirskrift fundarins að þessu sinni er: Loftslagsmál: Er runnin upp ögurstund?

Fundurinn hefst með morgunverðarsnarli kl. 08:00 en formleg dagskrá hefst kl. 08.30 með ávarpi umhverfisráðherra. Fundinum verður slitið kl. 11 að afloknu erindi Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands. Meðal annarra ræðumanna eru umhverfisráðherra, forstjóri Umhverfisstofnunar, fulltrúar almennings, iðnaðar og landbúnaðar svo nokkuð sé nefnt, auk sérfræðinga Umhverfisstofnunar sem munu greina frá því hvernig störf Umhverfisstofnunar tengjast þema fundarins.

Allir eru velkomnir. Fundurinn verður sendur út í beinni útsendingu á umhverfisstofnun.is.

 

Dagskrá

  • 8:00 – Morgunverður
  • 08:30 – Setning fundar
  • 08:32 – Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra
  • 08:47 – Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar
  • 09:02 – Vanda Úlfrún Liv Hellsing sérfræðingur Umhverfisstofnunar: „Hverjar eru skuldbindingarnar? Hvaðan kemur losunin?
  • 09:17 – Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands: „Hnattrænar breytingar - hafið, loftslag“.
  • 09:32 -  Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Fjarðaáls: „Ál er hluti af lausninni“
  • 09:47 – Brynhildur Pétursdóttir fulltrúi neytenda: „Að deila bíl“.
  • 10.02 – Svavar Halldórsson framkvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda: „Kolefnisjafnaður landbúnaður“.
  • 10:17 – Ólafur A. Jónsson sviðstjóri Umhverfisstofnunar, Guðmundur B. Ingvarsson teymisstjóri og Birgitta Stefánsdóttir sérfræðingur tengja þema fundarins störfum Umhverfisstofnunar.
  • 10:47 - Ávarp forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar. „Í mannlegri viðleitni munar um lítið handtak. Umhverfismál í brennidepli“.
  • 11:02 - Lok ársfundar.

Fundarstjóri: Sigrún Ágústsdóttir sviðstjóri.