Stök frétt

Umhverfisstofnun boðar til opins kynningarfundar um nýja vefgátt fyrir úrgangstölur.  Á hverju ári safnar stofnunin gögnum yfir magn, tegundir og ráðstöfun þess úrgangs sem fellur til í landinu, frá fyrirtækjum, sveitarfélögum og öðrum aðilum sem eru með starfsleyfi til að meðhöndla úrgang.  Til þessa hefur gagnasöfnunin farið fram með innsendum eyðublöðum en nú vill stofnunin færa sig til nútímans og hefur útbúið vefgátt fyrir þessi gagnaskil.  Á fundinum er ætlunin að kynna vefgáttina, sýna virkni hennar og svara spurningum fundarmanna.

Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 4. apríl, kl. 14–15, í starfsstöð Umhverfisstofnunar í Reykjavík, að Suðurlandsbraut 24, 5. hæð.  Jafnframt verður hægt að fylgjast með vefútsendingu af fundinum og senda spurningar inn á fundinn í gegnum tölvupóst.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda tölvupóst á ust@ust.is fyrir lok dags 31. mars nk. og látið koma fram hvort ætlunin er að sækja fundinn eða taka þátt í gegnum vefútsendingu.  Þeir sem skrá sig til þátttöku í gegnum vefútsendingu munu fá sendar nauðsynlegar upplýsingar þegar nær dregur.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur B. Ingvarsson í síma 591 2000 eða gbi@ust.is