Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Olíubirgðastöðvarnar í Hvalfirði, að Litla-Sandi og Digralæk 1, hafa verið sameinaðar og verða framvegis reknar í einu lagi á vegum Olíudreifingar ehf. Fyrirtækið hefur því sótt um nýtt starfsleyfi fyrir stöðina. Þá má geta þess að deiliskipulagstillaga fyrir Litla-Sand hefur nýlega verið auglýst.

Tillaga Umhverfisstofnunar að starfsleyfi fyrir stöðina er mjög á sömu nótum og fyrir aðrar olíubirgðastöðvar sem Umhverfisstofnun hefur veitt starfsleyfi að undanförnu. Af hálfu Umhverfisstofnunar er mikil áhersla lögð á að rekstraraðili tryggi virkni gufuendurnýtingarbúnaðar fyrir VOC-efni, sbr. reglugerð nr. 252/1999. Til að tryggja þetta þarf rekstraraðili að sýna fram á að mæliaðferðir standist reglugerðarkröfur um hámarksskekkju og greinihæfni.

Tillagan mun liggja frammi til kynningar ásamt umsóknargögnum á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar á tímabilinu  24. september til 19. nóvember 2015. Tillöguna má einnig nálgast á vefsíðu Umhverfisstofnunar, ásamt fylgigögnum. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til 19. nóvember 2015.

Ekki er fyrirhugað að halda kynningarfund um tillöguna en Umhverfisstofnun mun skoða það nánar ef áskoranir berast þar um.

Tengd skjöl