Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir Primex ehf. Í Fjallabyggð (Siglufirði). Starfsleyfið gildir fyrir rekstur kítín- og kítósanverksmiðju og tilefni umsóknarinnar var að fyrra starfsleyfi fyrirtækisins var að renna út.

Starfsleyfið var auglýst á tímabilinu 17. desember 2014 til 11. febrúar 2015. Ein athugasemd barst sem kom frá Slökkviliði Fjallabyggðar. Athugasemdin fylgir fréttinni en almennt séð laut hún að málum sem ekki gáfu tilefni til að breyta texta starfsleyfis og voru fremur á sviði vinnuverndar- og eldvarnamálefna. Engu að síður taldi stofnunin við nánari athugun af þessu tilefni að bæta mætti um betur varðandi skjöl um áhættumat og viðbragðsáætlun vegna bráðamengunar, auk áætlunar um tímabundna eða varanlega rekstrarstöðvun.  Ákvað stofnunin því að fresta útgáfu starfsleyfisins á meðan. Þessi skjöl hafa nú verið endurskoðuð.

Ekki voru gerðar nema smávægilegar orðalagsbreytingar á sjálfum starfsleyfistextanum við útgáfu starfsleyfisins. Starfsleyfið gildir til 3. júní 2031.

Tengd gögn