Stök frétt

Höfundur myndar: Bergþóra Kristjánsdóttir

Dimmuborgir hafa verið i umsjón Landgræðslu ríkisins síðan 1942. Landgræðsla ríkisins hefur unnið metnaðarfullt árangursríkt starf í landgræðslu á svæðinu síðan þá.


Landgræðslan og Umhverfisstofnun vilja benda á eftirfarandi:
  • Gróður svæðisins þolir alls ekki átroðning þegar hann er að koma undan snjó.

  • Göngustígar svæðisins eru allflestir fullir af snjó, krapa, ís eða drullu.

  • Djúpar gjótur geta leynst undir snjónum og því mjög varhugavert að ganga utan göngustíganna.

  • Landgræðslan hefur látið moka snjó af göngustígnum inn á Hallarflöt.

  • Talsvert af gestum heimsækir Dimmuborgir nú þegar.


Því hafa Landgræðslan og Umhverfisstofnun ákveðið með tilliti til 6. og 8. gr. auglýsingar nr. 1262/2011 í Stjórnartíðindum B um náttúruvættið Dimmuborgir í Skútustaðahreppi að banna tímabundið alla umferð almennings ofan í Dimmuborgum utan göngustígsins að og við Hallarflöt frá og með 11. maí.


Landgræðslan og Umhverfisstofnun vilja benda á að gott útsýni er yfir svæðið af Borgarásnum og frá þjónustumiðstöð við inngang Dimmuborga.

Landgræðslan og Umhverfisstofnun munu fylgjast náið með framgangi svæðisins. Tilkynnt verður þegar stígarnir eru orðnir aðgengilegir og banninu aflétt. Gera má ráð fyrir að bannið vari í 1-2 vikur.

Frekari upplýsingar verða veittar í síma 464-4460.