Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun boðar til kynningarfundar um eftirlit með mengandi starfsemi þann  27. febrúar 2013, kl. 14:30. Þar verða kynntar breytingar á eftirliti stofnunarinnar frá 2008 fram til dagsins í dag og niðurstöður athugunar IMPEL samtakanna. Þá gefst færi til spurninga og umræðna.

Eftirlit með mengandi starfsemi hefur breyst og eflst á undanförnum árum. Umhverfisstofnun hefur eftirlit með 129 fyrirtækjum í margvíslegum atvinnurekstri, s.s. iðnaði, olíubirgðastöðvum og urðunarstöðum. Þessi fyrirtæki losa talsvert magn mengandi efna á hverju ári sem geta haft áhrif á umhverfið. Til dæmis er losun af gróðurhúsalofttegundum frá iðnaði árið 2010, 40% af heildarlosun Íslands eftir geirum, en úrgangsmeðhöndlun svarar til 5% losunar.

Fundurinn verður haldinn að Suðurlandsbraut 24, 5. hæð og sendur út í beinni hér á vefnum á sama tíma.

Allir velkomnir.