Stök frétt

Nýtnivikan er nú haldin í fyrsta sinn hér á landi. Markmið vikunnar er að draga úr myndun úrgangs og hvetja fólk til að nýta hluti betur. Um er að ræða samevrópskt verkefni til að vekja fólk til vitundar um nauðsyn þess að lengja líftíma hlutanna eða gefa þeim nýtt hlutverk.

Dagleg neysla okkar hefur áhrif á umhverfi og nýtingu auðlinda og er mikilvægi þess að koma í veg fyrir myndun úrgangs að verða sífellt ljósara. Hægt er taka nokkur einföld skref til að leggja sitt af mörkum í þágu umhverfisins og til að koma í veg fyrir myndun úrgangs:

Góð ráð til að koma í veg fyrir myndun úrgangs
  • kauptu vandaða vöru sem endist og sem hægt er að gera við
  • gefðu hlutum framhaldslíf með því að selja/lána/gefa þá
  • kauptu notaða hluti eða notaðu hluti betur, t.d. með því að nota plastpoka oftar en einu sinni
  • fjárfestu í upplifun frekar en hlutum, jólagjöfin á ár er …..
  • kauptu aðeins það sem þú hefur þörf fyrir, t.d. með því að gera lista áður en farið er í búðina og  draga þannig úr líkum á því að matur fari til spillis
  • kauptu umhverfisvottaðar vörur
  • kíktu á neytendasíðu Umhverfisstofnunar, www.grænn.is, þar má finna góð ráð fyrir græn jól

Á fésbókarsíðu Reykjvíkurborgar er nú í gangi samkeppni um best nýtta hlutinn, en þar geta allir tekið þátt og sent inn mynd af hlut sem er vel nýttur eða fengið hefur nýtt hlutverk. Veglegir vinningar verða í boði fyrir hvern þann sem sýnir frumlega nýtingu á gömlum hlut.

Einnig má nálgast nýtnispilið á vef borgarinnar.