Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið starfsleyfistillögu til handa Þóroddi ehf. vegna fyrirhugaðs laxeldis í sjókvíum í Patreksfirði og í Tálknafirði. Lagt er til að rekstraraðila verði heimilt að framleiða allt að 3000 tonn af laxi á ári í sjókvíum í Patreksfirði og í Tálknafirði þannig að framleidd verði allt að 1500 tonn í hvorum firði og auk þess verði heimilað allt að 398 tonna þorskeldi eins og verið hefur. Samanlögð heimild til fiskeldis verður samkvæmt tillögunni 3398 tonn á ári.

Skipulagsstofnun úrskurðaði 9. desember 2009 að framleiðsla á 3.000 tonnum af laxi í sjókvíum í Patreksfirði og Tálknafirði sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð óafturkræf umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Tillagan mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins Vesturbyggðar, á tímabilinu 14. desember 2010 til 8. febrúar 2011. Umsagnarfrestur um tillöguna er til 8. febrúar 2011. Umsagnir um tillögurnar skal senda á Umhverfisstofnun og skulu þær vera skriflegar.

Umhverfisstofnun áformar að kynna tillöguna enn frekar á auglýsingatímabilinu á almennum kynningarfundi sem auglýstur verður síðar.

Skjöl