Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið starfsleyfistillögu til handa fiskeldisstöð Íslandsbleikju ehf. í Stóru Vatnsleysu, Vogum, Vatnsleysuströnd. Þar er lagt til að rekstraraðila sé heimilt að framleiða allt að 1.600 tonn samanlagt á ári af bleikju, laxi og silungi þar til fullvöxnum fiski er slátrað.

Tillagan mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins Voga, á tímabilinu 25.nóvember 2010 til 20. janúar 2011. Umsagnarfrestur um tillöguna er til 20. janúar 2011. Umsagnir um tillögurnar skal senda á Umhverfisstofnun og skulu þær vera skriflegar.