Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Nú hefur handbók um efnavörueftirlit litið dagsins ljós en hún er afrakstur samstarfsverkefnis Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Unnið hefur verið að verkefninu frá því í mars á þessu ári en það fólst í gerð ofangreindrar handbókar og vefgáttar fyrir gagnaskil fyrir heilbrigðisfulltrúa, sem verið er að leggja lokahönd á. Handbókinni hefur verið dreift til allra heilbrigðiseftirlitssvæða á landinu en einnig er hægt að nálgast hana á heimasíðu Umhverfisstofnunar.