Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Höfundur myndar: Alexander Hafemann

Umhverfisstofnun heldur ársfund föstudaginn 9. apríl.

Nils Hallberg frá sænsku Umhverfisstofnuninni mun flytja erindi um Fugla- og búsvæðatilskipun ESB. Einnig verða flutt 15 stutt erindi um starfsemi stofnunarinnar á síðasta ári. Meðal umræðuefna verða losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi, Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, útiræktun á erfðabreyttu byggi og frábær árangur Svansmerkisins.

Talsverð vinna hefur verið lögð í að greina tilskipanir um fugla og búsvæði sem hafa ekki verið innleiddar á Íslandi en stærstur hluti mengunarlöggjafarinnar hefur verið innleiddur . Umhverfisstofnun hefur fengið Nils Hallberg frá sænsku Umhverfisstofnuninni til þess að miðla af reynslu Svía. Á fundinum verður varpað fram þeirri spurningu hvort samræmd löggjöf ESB geti styrkt náttúruvernd á Íslandi.

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, flytur ávarp.

Kristín Linda Árnadóttir,forstjóri Umhverfisstofnunar, mun ræða um umhverfisgæði og náttúruauðlindir.

Fundarstjóri er Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður umhverfisnefndar Alþingis.

Allir velkomnir. Fundurinn er haldinn á Grand Hóteli.

Dagskrá ársfundar

13:00 Setning ársfundar

13:05 Ávarp umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir

13:15 Umhverfisgæði og náttúruauðlindir, Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri

13: 30 Nils Hallberg frá sænsku Umhverfisstofnuninni: Fugla- og búsvæðatilskipun ESB í Svíþjóð. Getur löggjöf ESB styrkt náttúruvernd á Íslandi?

14:00 – 14:40

        Dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi - Hrafnhildur Bragadóttir

        Heilnæmi laugarvatns og öryggi á sundstöðum - Brynja Jóhannsdóttir

        Hættuleg efni í umhverfi okkar - Sigríður Kristjánsdóttir

        Losun mengandi efna - Gísli Jónsson

        Gögn sem koma að gagni - Áki Ármann Jónsson

        Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull - saga og jökull - Guðbjörg Gunnarsdóttir

        Friðlýsingar: Hindrun eða tækifæri? - Sigrún Ágústsdóttir

        Aðgerðir gegn akstri utan vega - Ásgeir Björnsson

14:40 Kaffi

15:10 – 15:45

        Breytingar á veiðikortakerfinu - Bjarni Pálsson

        Upplýsingar á friðlýstum svæðum: Merkilegt samstarf - Ólafur A. Jónsson

        Saman um vatnið - Gunnar Steinn Jónsson

        Vákort af N-Atlantshafi: Hættur og viðbrögð - Hans H. Hansen

        Erfðabreyttar lífverur og samfélagið - Sigrún Ágústsdóttir

        Urðað í sátt við umhverfið - Guðmundur B. Ingvarsson

        Svansmerkt - Betra fyrir umhverfið og heilsuna - Anne Maria Sparf

15:45 Umræður

16:00 Ársfundi slitið