Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Miðvikudaginn 24. mars næstkomandi verður haldið málþing um jarðminjagarða (Geoparks) á Íslandi í Salnum, Hamraborg 6, Kópavogi.

Dagskrá

12:30 – 12:40 Setning - Þorsteinn Sæmundsson, formaður Jarðfræðafélags Íslands og forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra

12:40 – 12:50 Ávarp - Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra

12:50 – 13:00 Ávarp - Óskar Bergsson, formaður Borgarráðs

13:00 – 13:20 Eldfjallagarður og jarðminjar á Reykjanesskaga - Helgi Páll Jónsson, Náttúrustofu Norðurlands vestra

13:20 – 13:40 Jarðfræði Íslands, sérstaða og tengsl við heimsmynd jarðfræðinnar - Ármann Höskuldsson, Jarðvísindastofnun Háskólans

13:40 – 14:00 Hvers virði er landslag? - Hreggviður Norðdahl, Jarðvísindastofnun Háskólans

14:00 – 14:20 Hvað er jarðminjagarður? - Lovísa Ásbjörnsdóttir, Umhverfisstofnun

14:20 – 14:40 Frá Þingvöllum til Reykjaness: Eldvirknigarður á Suðvesturlandi - Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur

14:40 – 15:10 Kaffi

15:10 – 15:30 Eldfjallagarður á Reykjanesskaga - Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri Grindavík

15:30 – 15:50 Aðdráttarafl jarðfræðinnar – hugmyndir um geopark á Íslandi - Rögnvaldur Ólafsson, Stofnun fræðasetra Háskóla Íslands

15:50 – 16:10 Jarðminjagarðar og ferðaþjónusta - Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri

16:10 – 16:30 Jarðminjagarður á Suðurlandi - Sveinn Pálsson, sveitarstjóri í VÍk

16:30 – 16:50 Frá Háleyjabungu að Hafnabergi: Jarðminjar, orka, náttúra - Kristján Pálsson, formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja

16:50 – 17:10 Samband jarðfræðilegrar og líffræðilegrar fjölbreytni á Íslandi - Skúli Skúlason, Rektor Háskólans á Hólum

17:10 – 17:20 Lokaorð - Ingvar Atli Sigurðsson, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands

Fundarstjóri: Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs

Aðgangur ókeypis. Þátttaka tilkynnist á netfangið steini@nnv.is fyrir 22. mars.

Að málþinginu standa Jarðfræðafélag Íslands, Náttúrustofa Suðurlands, Náttúrustofa Norðurlands vestra, Náttúrustofa Reykjaness, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands.