Stök frétt

Umhverfisráðuneytið hefur að tillögu Umhverfisstofnunar ákvarðað hreindýraveiðikvóta ársins 2010 og tilhögun veiða. Auglýsing þess efnis mun birtast í Lögbirtingarblaðinu á næstu dögum og öðlast hún þá gildi.

Samkvæmt auglýsingunni verður heimilt að veiða allt að 1272 hreindýr árið 2010 og skiptist kvótinn milli veiðisvæða eins og sjá má í töflunni hér að neðan.

Svæði

Kýr

Verð - kýr

Tarfar

Verð - tarfar

Kvóti alls

1

15

70.000

70

125.000

85

2

440

70.000

117

125.000

557

3

40

50.000

30

90.000

70

4

27

50.000

13

90.000

40

5

90

50.000

40

90.000

130

6

18

50.000

29

90.000

47

7

110

50.000

65

90.000

175

8

91

50.000

35

90.000

126

9

29

50.000

13

90.000

42

Samtals

860

412

1272



Líkt og undanfarin ár er tarfaveiði heimil frá og með 15. júlí til og með 15. september en þó með þeim fyrirvara að fram til 1. ágúst séu tarfar ekki veiddir ef þeir eru í fylgd með kúm eða ef veiðar trufla kýr og kálfa í sumarhögum.Veiðitími á kúm verður lengdur um fimm daga en veiði á kúm er heimil frá og með 1. ágúst til og með 20. september.

Veturgamlir tarfar eru alfriðaðir og miðast tarfaveiði því við tveggja vetra og eldri tarfa.

Ekki verður heimilað að veiða kálfa á komandi veiðitímabili og er það breyting frá eldri reglu þegar kálfa með felldum kúm átti að fella ef þess var kostur. Undanfarna vetur hafa verið lítil afföll af kálfum og má því telja lífslíkur móðurlausra kálfa þokkalega góðar.