Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Vísindavakan er opinn dagur fyrir alla sem vilja koma og kynna sér starfsemi W23 hópsins og náttúrufarsrannsóknir á Snæfellsnesi. Athyglisverð dagskrá fyrir börn jafnt sem fullorðna.

Vísindavakan verður í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík þann 14. nóvember frá klukkan 13:00 til 15:30.

Meðal þess sem boðið verður upp á er kynning á náttúrufarsrannsóknum á Snæfellsnesi og Breiðafirði, krufningar á fiskum og ýmislegt að sjá og snerta fyrir þá forvitnu.

Allir velkomnir.

Dagskrá Vísindavökunnar