Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Mikið hefur verið að gera í gestastofu Umhverfisstofnunar og upplýsingamiðstöð í Mývatnssveit, Mývatnsstofu, í sumar. Frá 1. maí til 1. október komu rúmlega 73 þúsund gestir í Mývatnsstofu og er það rúmlega 12% fleiri en á sama tíma í fyrra. Ferðamenn fá upplýsingar um áhugaverða staði á svæðinu, gönguleiðir, þjónustu, ástand vega og hvert megi aka sem og gistingu.

Gaman er að geta þess að síðastliðin þrjú sumur hafa samtals rétt rúmlega 190 þúsund manns sótt Mývatnsstofu heim.