Stök frétt

Mús
Námskeið um notkun varnarefna við eyðingu meindýra verður haldið dagana 6. og 7. nóvember 2008. Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem vilja öðlast réttindi til þess að starfa sem meindýraeyðar.

Námskeiðið verður haldið í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti, Reykjavík. Skilyrði eru um lágmarksþátttöku og einnig er fjöldi þátttakenda takmarkaður. Þátttökugjald er 40.000 krónur.

Skráning fer fram hjá Umhverfisstofnun í síma 591 2000.