Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun hafa borist upplýsingar um útsýnisflug úr þyrlum nærri fuglabyggðum á friðlýstum svæðum á sunnanverðu Snæfellsnesi.

Mat landvarða er að flogið hafi verið í allt að 30 metra fjarlægð frá fuglabyggð. Stofnunin vill vekja athygli á því að fuglalíf er sérstaklega verndað á friðlýstum svæðum svo sem friðlöndum. Á sunnanverðu Snæfellsnesi eru tvö friðlönd þ.e. Ströndin við Stapa og Hellna og friðland í Búðahrauni auk þess sem Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er á vesturströnd þess.

Á öllum þessum svæðum er óheimilt að trufla fuglalíf. Stofnuin telur þyrfluflug nærri fuglabyggð trufla fuglalíf á svæðinu.