Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Norræna umhverfismerkið Svanurinn gaf nýverið út viðmiðunarreglur fyrir nýlenduvöruverslanir. Verslunareigendum gefst nú tækifæri á að fá fyrirtæki sín Svansmerkt vinni þau eftir eftir þessum reglum. Reglurnar eru nokkuð ítarlegar og snúast aðallega um að minnka umhverfisálag vegna starfsemi verslunarinnar, t.d. við sorpmeðhöndlun og orkunotkun, ásamt því að gerðar eru gæðakröfur. Hljóti verslun Svansmerki er það til marks um að þar sé unnið markvist að umhverfismálum.

Svansmerktar verslanir einfalda neytendum að finna visthæfar vörur, bæði umhverfismerktar og lífrænar. Það stuðlar að bættri umgengni um umhverfi okkar og sjálfbærri þróun.

Verulegur fjárhagslegur ávinningur getur verið af því fyrir verslunareigendur að huga að umhverfismálum. Til dæmis sýnir ný sænsk rannsókn frammá að venjulegar nýlenduvöruverslanir geti minnkað orkunotkun um 65% með því að nota orkusparandi kæla og frysta. Ef allar nýlenduvöruverslanir í Svíþjóð myndu nota slíkan kælibúnað, myndu sparast 300 milljónir sænskar krónur á ári!