Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Mynd: Adam Jang - Unsplash

Fundur ráðherra aðildarríkja OSPAR samningsins (Commission for the Protection of the Northeast-Atlantic) og HELCOM samningsins (Baltic marine Environment Protection Commission) verður haldinn 25. - 26. júní nk. í Bremen í Þýskalandi.

Þátttakendur verða m.a. ráðherrar og fulltrúar þeirra, frá þeim ríkjum sem aðild eiga að OSPAR og HELCOM samningunum auk fulltrúa frá Evrópusambandinu. Áheyrnarrétt hafa fulltrúar alþjóðastofna, aðilar úr röðum áhugamanna og frjálsra félagasamtaka, alþjóðlegar fjármögnunarstofnanir og aðrir sem sérstaklega eru boðaðir til fundarins.

Fjallað verður um núverandi strauma og stefnur varðandi vernd hafsins. Mikilvæg málefni varðandi framtíðarstefnumörkun verða skoðuð og farið yfir helstu áskoranir og viðfangsefni framundan. Þá verður verklag og verkaskipting hlutaðeigandi aðila samræmt. Vernd hafsins verður rædd með hliðsjón af skipaumferð, fiskveiðum ofl.

Eftirfarandi stefnumörkun verða lagðar fram til samþykktar á OSPAR fundinum;

  • Stefnumörkun varðandi hættuleg efni
  • Stefnumörkun varðandi geislavirkan úrgang
  • Stefnumörkun varðandi næringarefnaauðgun
  • Stefnumörkun varðandi verndun vistkerfa og líffræðilegs fjölbreytileika

Ennfremur verður unnið að nákvæmari útfærslu stefnu OSPAR varðand geislavirk efni.

Á sameiginlegum fundi OSPAR og HELCOM verða eftirfarandi umræðuefni;

  • Samvinna við Evrópusambandið við að marka heildstæða stefnu varðandi málefni sjávar
  • Varðveisla líffræðilegs fjölbreytileika, umhverfisráhrif fiskveiða og vinna við verndarsvæði í hafi
  • Áhrif skipaumferðar
  • Samvinna um vernd hafsins við sambærilega samninga í Afríku

Umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, mun sitja fundinn fyrir Íslands hönd.

Nánar á heimasíðum samtakanna:

http://www.ospar.org

http://www.helcom.fi