Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Falsað vodka sem inniheldur tréspíra
Fréttatilkynning um tréspíra í vodka.

ORGINAL VODKA RUSSIA EXPORT QUALITY

Matvælasviði Umhverfisstofnunar hafa borist upplýsingar í gegnum viðvörunarkerfið RASFF (Rapid Alert System For Food) um vodka sem fannst í Bretlandi og er trúlega framleiddur í Belgíu, innihaldi tréspíra (methanol) sem er mjög eitrað.

Matvælasvið Umhverfisstofnunar beinir því til neytenda sem kunna að hafa keypt og eiga flösku af þessari tegund að tilkynna það viðkomandi heilbrigðiseftirliti og hella innihaldinu niður.

Tréspíritus eða methanol er mjög hættulegt og veldur blindu og jafnvel dauða.