Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Mynd: Louis Reed - Unsplash

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á starfsleyfi Ísteka ehf. Starfsleyfistillaga var auglýst opinberlega á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu 24. nóvember til og með 22. desember 2021 og varðar eingöngu starfsemina að Grensásvegi 8.

Meðfylgjandi þessari tilkynningu er skjal með öllum umsögnum sem bárust á auglýsingatíma. Umsagnir um starfsleyfistillöguna komu frá 237 aðilum. Umhverfisstofnun bendir á að þetta starfsleyfi er gefið út á grundvelli laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit og er til komið vegna lyfjaframleiðslu. Umsagnirnar varða fyrst og fremst öflun blóðs úr fylfullum merum.

Umhverfisstofnun bendir á að starfsleyfið sem um ræðir varðar lyfjaframleiðslu í tilgreindri starfsstöð rekstraraðila og nær ekki til birgja eða öflunar blóðs þess er rekstraraðili vinnur með. Matvælastofnun er með eftirlit með lögum um dýravelferð. Starfsleyfið felur í sér skilyrði um stjórnun á losun mengunarefna og vöktun. 

Greinargerð vegna útgáfunnar er í fylgiskjali starfsleyfisins sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Starfsleyfið gildir til 13. janúar 2038. Ákvörðun Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu.

Tengd skjöl:
Starfsleyfi
Athugasemdir og umsagnir vegna starfsleyfistillögu Ísteka ehf.