Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á starfsleyfi fyrir bikbirgðastöð Colas Ísland hf. Heimilt er að geyma í bikstöðinni við Óseyrarbraut 16 í Hafnarfirði allt að 8.500 m3 af biki (bitumen) og þar af í stærsta geymi allt að  3.700 m3. Einnig er heimil geymsla nokkurra efna í tengslum við starfsemina auk endurvinnslu á bikþeytu.

Starfsleyfistillaga var auglýst opinberlega á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu 26. janúar til og með 23. febrúar 2022. Engin athugasemd barst vegna tillögunnar á auglýsingatíma. Greinargerð vegna útgáfunnar fylgir aftast í starfsleyfinu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Nýja starfsleyfið gildir til 10. mars 2038 og eldra starfsleyfi fyrir stöðina er fallið úr gildi.

Starfsleyfi fyrir bikbirgðastöð Colas Ísland hf