Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Tillaga að breytingu á starfsleyfi urðunarstaðar við Bakkafjörð 


Mynd: Kristján Ingimarsson


Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um breytingu á starfsleyfi Laxa Fiskeldis ehf. við utanverðan Reyðarfjörð. Rekstaraðili hefur verið með heimild fyrir 3.000 tonna eldi á sama stað en með breytingunni aukast heimildir í 10.000 tonn. 

Tillaga að breytingunni var auglýst á tímabilinu 13. maí til og með 6. júní á heimsíðu stofnunarinnar ásamt því að vera send á helstu hagsmunaaðila. Engar athugasemdir bárust vegna tillögunnar á auglýsingatíma. Greinargerð fylgir starfsleyfin þar sem gerð er grein fyrir ákvörðun Umhverfisstofnunar vegna breytingarinnar.

Ákvörðun Umhverfisstofnunar um breytingu starfsleyfisins er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar.

Tengd skjöl
Ákvörðun um útgáfu
Starfsleyfi Laxa Fiskeldis ehf. við utanverðan Reyðarfjörð
Norrænt BAT