Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Tillaga að breytingu á starfsleyfi urðunarstaðar við Bakkafjörð 


Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að nýju starfsleyfi fyrir olíubirgðastöð EBK ehf. Fálkavelli 8, Keflavíkurflugvelli. Starfsleyfi EBK ehf. fyrir olíugeyma fyrir flugvélaeldsneyti er enn í gildi. Vegna stækkunar stöðvarinnar er þó þörf á nýju starfsleyfi þar sem bæst hefur við nýr geymir í stöðina.

Starfsleyfistillagan gerir ráð fyrir að heimilt sé geyma allt að 7.116 m3 af olíu í stöðinni. Stærsti geymirinn er 3.800 m3.

Tillaga að starfsleyfi ásamt umsókn og grunnástandsskýrslu frá rekstraraðila verður aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu 21. desember 2020 til 21. janúar 2021 og gefst á þeim tíma tækifæri til að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 21. janúar 2021.

Tengd skjöl:
Umsókn um starfsleyfi
Tillaga að starfsleyfi
Grunnástand svæðis
Losun