Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Tillaga að breytingu á starfsleyfi urðunarstaðar við Bakkafjörð 


Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf. fyrir 300 tonna seiðaeldi laxa- og bleikjuseiða á ári í stöð sinni að Núpum III í Ölfusi. Lífmassi í stöðinni skal aldrei fara yfir 120 tonn. Núverandi starfsleyfi er til framleiðslu á 150 tonnum af laxa- og bleikjuseiðum.
Meðfylgjandi má sjá tillögu að starfsleyfi ásamt umsókn rekstraraðila. Hægt verður að gera athugasemdir við tillöguna á tímabilinu 17. desember 2019 til 15. janúar 2020 (fjórar vikur).
Um er að ræða landeldi seiða og telur Umhverfisstofnun að mengun verði aðallega í formi lífræns úrgangs (aðallega á uppleystu formi) frá eldinu sem muni berast í viðtakann sem er Sandá. Sandá sameinast síðar í Varmá sem streymir þaðan í Ölfusforir (áreyrar Ölfusár). 
Skipulagsstofnun ákvarðaði að starfsemin væri ekki líkleg til að hafa umtalsverð umhverfisáhrif og því ekki háð mati á umhverfisáhrifum í ákvörðun sinni þann 12. mars 2019.
Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til lok dags 15. janúar 2020.


Tengd skjöl:
Tillaga að starfsleyfi
Umsókn um starfsleyfi
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu
Umsögn Umhverfisstofnunar um matsskyldu
Viðbótarumsögn Umhverfisstofnunar um matsskyldu