Stök frétt

Mynd: Gunnar Guðjónsson
Þann 26. nóvember 2021 undirritaði umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, auglýsingu um friðlýsingu Dranga á Ströndum.
Jörðin Drangar er þar með fyrsta landssvæðið á Íslandi til að verða friðlýst sem óbyggt víðerni, sbr. 46. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd (nvl.).  Sjá nánar um landssvæðið hér.