Stök frétt

Umhverfisstofnun skipulagði rannsóknar- og eftirlitsferð í friðlandið Eldey þann 6. desember síðastliðinn með aðstoð Landhelgisgæslunnar sem flutti leiðangursfólkið til og frá Eldey. 

Í Eldey er ein stærsta súlubyggð sem þekkist í heiminum eða um 15000 pör.  Mikil þörf var á að skoða þá miklu plastmengun sem er í eyjunni og gerð var úttekt á gríðarlegum fjölda dauðra fugla og mikils magns plasts á svæðinu. Vegna mikilla jarðskjálfta undanfarin ár og fuglaflensu var orðið áríðandi að hefja reglubundnar rannsóknir á svæðinu og í þessari ferð voru sett upp ný mælitæki í eyjunni til að mæla jarðskorpuhreyfingar. Landverðir á vegum Umhverfisstofnun sáu um eftirlit og skoðuðu ástand eyjunnar. Mikil þörf er á áframhaldandi rannsóknum. 

Eldey er friðlýst 1974 sem friðland og er ekki heimilt að fara í eyjuna nema með leyfi Umhverfisstofnunnar. Fuglinn er í eyjunni megnið af árinu þannig að einungis er hægt að fara út í eyjuna í svartasta skammdeginu í desember og janúar.

Myndir: Julie Kermarec