Stök frétt

OPNUN SÝNINGARINNAR SÉSTEY / HVERFEY HEFUR VERIÐ FRESTAÐ UM ÓÁKVEÐINN TÍMA.

-------

 

 

Myndlistarkonan Þorgerður Ólafsdóttir opnar sýninguna Séstey / Hverfey í Sursteyjarstofu í Vestmanneyjum sunnudaginn 14. nóvember kl. 13 – 15. Þorgerður og Magnús Freyr Sigurkarlsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, leiða gesti um sýninguna frá kl. 13:30. 

Um sýninguna

Þorgerður sýnir listaverk og aðra muni samhliða fastasýningu Umhverfisstofnunnar í Surtseyjarstofu. Hún veltir upp hugmyndum um hvernig nýr staður verður til í menningarlegum skilningi og gerir tilraun til að kortleggja breytileika Surtseyjar út frá náttúrulegum ferlum og þeim sem við mannfólkið ýtum af stað. Fyrir sýninguna skoðaði Þorgerður meðal annars rekaefni frá Surtsey og fótspor varðveitt í móbergi í samhengi við minjar og táknmyndir mannaldar.

Sýningin er hluti af stærra verkefni og listrannsókn sem Þorgerður hefur unnið að undanfarið ár í tengslum við Surtsey undir yfirskriftinni Island Fiction og lýkur með útgáfu nýs bókverks árið 2023, á 60 ára gosafmæli Surtseyjar.

Samtal á milli sýninga

Sýningin Séstey / Hverfey er m.a. unnin í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfisstofnun sem hefur annast fastasýningu um myndun og mótun Surtseyjar frá árinu 2014 í Eldheimum, Vestmannaeyjum.

Þorgerður sótti um rannsóknarleyfi til Surtseyjar og fór með jarðfræðileiðangrinum út í eyjuna sumarið 2021. Hluti verkanna á sýningunni er því innblásin eftir dvöl hennar á eyjunni.

Þorgerður er jafnframt í samstarfi við Umhverfisstofnun að vinna frekar með sjórekið plast og aðrar mannvistarleifar sem hreinsað verður úr eyjunni næstu árin.

Hagnýtar upplýsingar

Sýningarnar í Surtseyjarstofu er opnar samhliða opnunartíma Eldheima (Suðurvegur / Gerðisbraut 10, Vestmannaeyjar), milli kl. 11:00 - 17:00, alla daga.

Farið verður eftir núgildandi sóttvarnarreglum og grímur verða á staðnum.

Skoða siglingaráætlun Herjólfs

Meira um Surtsey

Viðburðurinn á Facebook

Mynd: Þorgerður Ólafsdóttir, myndlistarkona, og Magnús Freyr Sigurkarlsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, leiða gesti um sýninguna Séstey / Hverfey í Sursteyjarstofu í Vestmanneyjum frá kl. 13:30 sunnudaginn 14. nóvember.