Stök frétt

Miðvikudaginn 25. nóvember kl.13 verður Umhverfisvarp í beinni útsendingu á facebook síðu Umhverfisstofnunar. Umfjöllunarefnið að þessu sinni eru Umsagnir.

Umhverfisstofnun veitir umsagnir um ýmis efni sem snerta verksvið stofnunarinnar. Umsögn er aðkoma stofnunarinnar þar sem hún kemur á framfæri sínum athugasemdum um það efni sem skrifað er um.

Margar umsagnir eru skrifaðar um skipulag sveitarfélaga (aðal- og deiliskipulög) og mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. Stofnunin hefur lagt áherslu á að vera leiðbeinandi í umsögnum sínum og birtir allar umsagnir opinberlega á vefsíðu sinni hér.

Góður árangur hefur náðst með umsögnum stofnunarinnar þar sem áætlanir hafa tekið breytingum í þágu umhverfisins.

Axel Benediktsson skipulagsfræðingur og Rakel Kristjánsdóttir umhverfisfræðingur á sviði friðlýsinga og starfsleyfa hjá Umhverfisstofnun flytja erindið og taka við spurningum í kjölfarið.

Sjáið fyrri Umhverfisvörp Umhverfisstofnunar hér.

Áhugasamir geta meldað sig á viðburðinn á facebook hér.