Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun vill minna á námskeið í landvörslu sem verður kynnt nánar eftir áramót. Að ljúka námskeiðinu veitir réttindi til landvörslustarfa. Við ráðningar í störf landvarða.ganga þeir umsækjendur sem lokað hafa námskeiði alla jafna fyrir.

Námskeiðið hefst 31. janúar og lýkur 24. febrúar. Kennt verður um helgar og á kvöldin á virkum dögum. Hluti námskeiðsins fer fram í fjarkennslu. Skyldumæting er í tvær lotur, þar af fer önnur lotan fram á Snæfellsnesi.

Hvort námskeiðið verður haldið er háð þátttöku. Eftir áramót verður hægt að skrá sig rafrænt á vefsíðu Umhverfisstofnunar og verða þá veittar nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur verður til og með 15. janúar.

Myndin er tekin að Fjallabaki og sýnir landverði og sjálfboðaliða.