Stök frétt

Surtsey, útvörður Íslands í suðri, á afmæli í dag. Eyjan myndaðist í eldgosi og varð hennar fyrst vart á yfirborði sjávar 14. nóvember árið 1963. Surtsey fagnar því 55 ára afmæli í dag.

Umhverfisstofnun hefur umsjá með Surtsey. Með friðlýsingu frá 1965 var tekið fyrir umferð ferðamanna út í eyna og gildir enn nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar. Var þetta gert fyrst og fremst til að forðast aðflutning lífvera af mannavöldum, til að vernda viðkvæma náttúru og stuðla að því að eyjan fengi að þróast eftir lögmálum náttúrunnar án áhrifa eða afskipta mannsins.

Sjá nánar hér.

Mynd: Wikimedia Commons.