Stök frétt

Umhverfisstofnun fær oft fyrirspurnir á rjúpnaveiðitíma um hvar sé hægt að nálgast kort sem sýni hvar megi veiða og hvar ekki. Mikilvægt er að veiðimenn viti hvort fyrirhugaður veiðistaður sé friðland eða ekki. Þeir sem hyggjast veiða nálægt friðlandi þurfa að skoða mörk friðlandsins og vita hvaða reglur gilda um þau.

Þá er mikilvægt að veiðimenn kunni skil á þjóðlendum og eignarlandi.Á vef Óbyggðanefndar má sjá mörk þjóðlendna. Sjá hér.

Umhverfisstofnun bendir á að rjúpnaveiðar á eignarlöndum eru óheimilar nema með sérstöku leyfi landeigenda. Umhverfisstofnun hvetur veiðimenn að kynna sér mál áður en haldið er á veiðistað og fá leyfi ef þeir hyggjast veiða í eignarlöndum.