Stök frétt

Öll ráðuneytin eru nú komin í verkefnið Græn skref í ríkisrekstri. Auk þess hafa ráðuneytin sett sér afar metnaðarfullt markmið sem er að ljúka öllum fimm skrefunum um áramótin. Sama á við Rekstrarfélag Stjórnarráðsins, sem heldur utan um ýmsan rekstur, viðhald og innkaup fyrir stjórnarráðið.

Á vef stjórnarráðsins segir að það sé í takt við áherslur og ríkisstjórnarinnar að vera til fyrirmyndar í loftslagsmálum og grænum ríkisrekstri. Auk innleiðingar á Grænum skrefum verður unnin loftslagsstefna fyrir Stjórnarráðið og markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Sjá frekari upplýsingar um verkefnið hér.

Græn skref í ríkisrekstri er verkefni á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytis sem Umhverfisstofnun hefur umsjón með. Markmið verkefnisins er fyrst og fremst að draga úr umhverfisáhrifum vegna ríkisreksturs og auka umhverfisvitund starfsmanna ríkisins.