Stök frétt

Dagana 22. maí til 24. maí fór fram námskeið á vegum Umhverfisstofnunar um gæði eftirlits með leiksvæðum og leikvallatækjum. Aðalleiðbeinandi á námskeiðinu var David Yearley frá RoSPA í Bretlandi, forvarnarsamtökum gegn slysum hjá börnum. Í námskeiðinu var farið á leiksvæði og þau skoðuð m.t.t. áhættu á slysum. Að auki fóru fram fyrirlestrar á námskeiðinu. Alls sóttu um 40 manns námskeiðið, m.a. fulltrúar frá heilbrigðiseftirlitssvæðum og aðilar frá sveitarfélögum og fyrirtækjum sem sinna úttektum og eða viðhaldi með leikssvæðum.